Alþjóðlega tónlistarakademían 2016

29.03.2016

TVG-ZIMSEN styrkir Alþjóðlegu tónlistarakademíuna í Hörpu 3.-17. júní 2016.

Vigdís Finnbogadóttir er verndari Alþjóðlegu tónlistarakademíunar en eftir að hafa setið á forsetastóli 1980-1996 hefur hún síðan helgað sig ýmsum menningar og mannúðarmálum.

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er alþjóðlegt námskeið og tónlistarhátíð fyrir tónlistarnema á framhaldsstigi og er nú einnig fyrir áhugamenn. Einstök staðsetning Íslands í Norðuratlantshafi og framúrskarandi tónlistarhús skapa ákjósanlegar aðstæður fyrir tónlistarnámskeið og hátíð á heimsmælikvarða. Námskeiðið fer fram í Hörpu í samstarfi við Sinfoníuhljómsveit Íslands, Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík.

Til baka í yfirlit