Auk­in um­svif hjá TVG-Zimsen

01.04.2016

TVG-Zimsen hef­ur samið við Royal Arctic Line, stærsta flutn­inga­fyr­ir­tæki Græn­lands, um flug­frakt á milli Damerk­ur og Græn­lands. Mun fyr­ir­tækið sjá um alla flug­frakt þar á milli. 

Unnið verður í nánu sam­stafi við Royal Arctic Line sem er í eigu græn­lensku heima­stjórn­ar­inn­ar.

„Við göng­um stolt­ir til frek­ara sam­starfs við Royal Arctic Line. Við höf­um átt í nánu sam­starfi við Royal Arctic Line til margra ára sem snýr að öfl­ug­um flutn­inga­lausn­um á Norður-Atlants­hafi og þessi út­víkk­un á sam­starf­inu er byggð á þeim traustu stoðum,“ er haft eft­ir Birni Ein­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra TVG-Zimsen, í til­kynn­ingu.

MIK­IL TÆKI­FÆRI

Um­svif TVG-Zimsen munu aukast enn frek­ar í kjöl­farið vegna þessa stóra og um­fangs­mikla verk­efn­is og tel­ur Björn að Royal Arctic Line muni hjálpa fyr­ir­tæk­inu að út­víkka flutn­inga­lausn­ir sín­ar í Norður-Atlants­hafi ásamt því að tryggja áfram­hald­andi sterk­ar og öfl­ug­ar lausn­ir í flug­frakt á milli Dan­merk­ur og Græn­lands.

„Þá mun­um við í gegn­um okk­ar alþjóðlega flutn­inga­net leggja metnað okk­ar í að tryggja öfl­ug­ar alþjóðleg­ar flutn­inga­lausn­ir fyr­ir græn­lenska inn- og út­flytj­end­ur," er haft eft­ir Birni.

Royal Arctic Line var stofnað árið 1992 og er í eigu græn­lensku land­stjórn­ar­inn­ar. Flutn­inga­fyr­ir­tækið er öfl­ugt á græn­lensk­um markaði og hef­ur víðtækt flutn­inga­net sem nær yfir allt Græn­land. Fé­lagið er með höfuðstöðvar í Nuuk.

Til baka í yfirlit