Fyrir framan annað fólk

14.03.2016

Um miðjan mánuðinn var nýjasta kvikmynd Óskars Jónassonar, Fyrir framan annað fólk frumsýnd. Myndin sem er rómantísk gamanmynd, gerist að stórum hluta á auglýsingastofunni PIPAR/TBWA og fjallar um Hubert, grafískan hönnuð sem er í leit að hinni einu sönnu ást. Truenorth er framleiðandi myndarinnar Myndin er enn ein rósin í hnappagat íslensk kvikmyndaiðnaðar sem hefur verið í örum vexti undanfarin misseri. Við óskum Óskari og aðstandendum kvikmyndarinnar til hamingju með hugljúfa og skemmtilega mynd.

TVG-Zimsen er stoltur styrktaraðili myndarinnar.

Til baka í yfirlit