Ný þjónusta frá Asíu

20.06.2016

Í samstarfi við okkar öflugu, erlendu samstarfsaðila bjóðum við nýja þjónustu þar sem boðið er upp á vikulega lausavöruflutninga með lest frá Kína áleiðis til Íslands.

Flutningstíminn er u.þ.b. helmingi styttri en með skipi frá Asíu/Kína og flutningskostnaður um 60% lægri en flugfrakt.

Með þessari viðbót eykur TVG-Zimsen enn framboð sitt hvað varðar öflugar flutningalausnir frá Asíu. Viðskiptavinir okkar eiga nú möguleika á að flytja sendingar hraðar en með skipi, en á ódýrari hátt en með flugfrakt.

frekari upplýsingar veitir þjónustudeild TVG-Zimsen í síma 5600 777

Til baka í yfirlit