TVG-Zimsen og Listahátíð 2016

26.05.2016

TVG-Zimsen og Listahátíð 2016 hafa ákveðið áframhaldandi samstarf en þetta er þrítugasta hátíðin og í síðasta skiptið sem hún verður haldin sem einæringur en í haust var ákveðið að gera Listahátíð að tvíæringi á ný.

Á þessum síðasta einæringi verða margir viðamiklir sviðsviðburðir og gríðarlega mikill metnaður og fagmennska þar á bakvið. Það eru mikil forréttindi að fá að vera þátttakandi í þessu stórkostlega verkefni sem starfsmenn Listahátíðar geta verið gríðarlega stoltir af.

Samtök um Listahátíð í Reykjavík voru stofnuð 10. mars 1969. Forsaga þess er að Vladimir Ashkenazy, sem þá var búsettur á Íslandi, og Ivar Eskeland, forstjóri Norræna hússins, höfðu hvatt til þess að í borginni yrði haldin alþjóðleg tónlistarhátíð annars vegar og norræn menningarhátíð hins vegar. Eftir viðræður Bandalags íslenskra listamanna, menntamálaráðherra og borgaryfirvalda var ákveðið að sameina þessar hugmyndir og stofna til alþjóðlegrar listahátíðar í Reykjavík sem var haldin í fyrsta sinn sumarið 1970. Hátíðin var lengst af tvíæringur en hefur verið haldin árlega að vori frá árinu 2004.

Til baka í yfirlit