WOW Cyclothon

15.07.2016

WOW Cyclothone hjólreiðakeppnin fór fram í lok júní. Keppnin er hugarfóstur tveggja ævintýramanna, Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarssonar, sem dreymdi um að gera eitthvað alveg einstakt og upplifa Ísland á skemmtilegan og heilbrigðan hátt. Árið 2012 varð hugmynd þeirra að veruleika og úr varð WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin þar sem hjólað er í kringum Ísland með boðsveitarformi. Fjöldi þátttakenda hefur allt að því tvöfaldast á hverju ári og í ár tóku vel á annað þúsund manns þátt í keppninni.

WOW Cyclothon er ekki einungis stærsta hjólreiðakeppni landsins heldur er árleg áheitasöfnun tengd keppninni. Á hverju ári er gott málefni styrkt um þá upphæð sem keppendur sjálfir safna meðan á keppni stendur. Nú þegar hefur tugum milljóna verið úthlutað í verðug málefni. TVG-Zimsen studdi við bakið á nokkrum þáttakendum í keppninni í ár.

Til baka í yfirlit