TVG Xpress

TVG Xpress er hraðflutningaþjónusta til og frá Íslandi sem sérhæfir sig í þjónustu við vefverslanir.

Öll afgreiðsla og meðferð vörunnar er í forgangi og afhendingartími frá því að varan kemur til landsins er mun skemmri en í almennum flugsendingum.

TVG Xpress byggist á „Door-To-Door“ afhendingu: Varan er sótt, send, tollafgreidd og loks afhent viðtakanda.

Við sjáum um móttöku og dreifingu á vörum fyrir fjölmargrar erlendar vefverslanir og er tískuvöruverslunin ASOS þeirra á meðal.

Nokkrir punktar varðandi ASOS sendingar:

Heimkeyrsla
Afhending pakka fer fram milli kl. 17 og 22 alla virka daga.
Ekki er hægt að biðja um afhendingu pakka á ákveðnum tíma dags vegna þess fjölda sendinga sem akstursdeildin okkar keyrir út á hverjum degi.
Hins vegar er hægt að óska eftir heimkeyrslu á ákveðnum degi ef úthlutaður dagur hentar illa.

Þú mátt sækja
Ef þú vilt sækja vöruna þína samdægurs þá geturðu komið í vöruhúsið okkar og sótt milli kl. 16 og 17 þann dag.
Annars geturðu sótt pakka sem eru þegar komnir í vöruhús okkar alla virka daga milli kl. 9 og 17.

Hvar geturðu sótt?
Vöruhús okkar er í Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík.

Fá upp kort af staðsetningunni

Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 5 600 750 og í gegnum netfang TVG Xpress.