Bjórhátíð í Ægisgarði

25.02.2019
Bjórhátíð í Ægisgarði - Mynd

Um liðna helgi fór The Annual Icelandic Beer Festival fram í áttunda sinn en að þessu sinni fór hátíðin fram í Ægisgarði.
Fjöldi brugghúsa frá öllum heimshornum kom og kynnti vörur sínar á hátíðinni og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

TVG-Zimsen er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar en við sáum um alla flutningstengda þjónustu, m.a. flutning á bjórnum til landsins víðs vegar að úr heiminum.

Í verkefni sem þessu skiptir tíminn miklu máli þar sem brugghúsin vilja bjóða bjórinn eins ferskan og kostur er. Því var heilmikil áskorun að koma öllum sendingum skipulega til landsins frá mismunandi stöðum í heiminum.

Til baka í yfirlit