Bleika slaufan 2018

02.10.2018
Bleika slaufan 2018 - Mynd

TVG-Zimsen er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar eins og undanfarin ár. TVG-Zimsen sá um að flytja slaufuna til landsins frá Kína, þar sem hún er framleidd, en flutningurinn hefur verið í okkar höndum nú í nokkur ár.

Þetta árlega átak Krabbameinsfélagsins er í ár ætlað að hvetja konur í skimun fyrir krabbameini og er áhersla lögð á að konur styðji og hvetji hverjar aðra til að fara í skimun.

Það voru Sigþór Árnason frá TVG-Zimsen og Árni Esra Einarsson frá Margt Smátt sem afhentu Krabbameinsfélaginu slaufurnar en á meðfylgjandi mynd má sjá þá ásamt Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.

Við hjá TVG-Zimsen hvetjum alla sem tök hafa á til að láta gott af sér leiða og kaupa Bleiku slaufuna í ár til styrktar þessu þarfa verkefni.

Til baka í yfirlit