Bleiki dagurinn - TVG-Zimsen flytur Bleiku slaufuna

13.10.2017
Bleiki dagurinn - TVG-Zimsen flytur Bleiku slaufuna - Mynd

Bleiki dagurinn er haldinn í dag til að vekja athygli á átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni.

TVG-Zimsen er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar en við höfum flutt slaufuna til landsins frá Kína undanfarin ár.

Starfsfólk TVG-Zimsen lét ekki sitt eftir liggja í dag og blés til bleikrar veislu þar sem hinar ýmsu bleiku kræsingar voru á boðstólum auk þess sem starfsfólk klæddi sig upp í bleikt.

TVG-Zimsen hvetur alla til að leggja þessu frábæra málefni lið.

Til baka í yfirlit