Kínverska Nýárið

20.01.2016
Kínverska Nýárið - Mynd

Við minnum viðskiptavini okkar á að vera tímanlega með pantanir fyrir kínverska nýárið sem gengur í garð 9.febrúar. Þá munu allar verksmiðjur og skrifstofur loka þegar nýja árinu er fagnað í Kína.

Með góðu samstarfi við eitt stærsta skipafélag í heimi, CMA CGM, getum við tryggt okkar viðskiptavinum örugg pláss í skipum úti og lausa gáma í lestunarhöfnum.

Hafðu samband við þjónustudeild okkar í síma 5 600 777 eða sendu okkur póst á service@tvg.is til að fá tilboð í flutning eða setja bókun í gang.

Til baka í yfirlit