Kínverskt nýár

12.01.2017
Kínverskt nýár - Mynd

Ár hanans gengur í garð 28. janúar nk. en það tekur við af ári apans sem nú er að líða. Nýju ári er gríðarlega vel fagnað í Kína og er einn stærsti hátíðarviðburður ársins þar í landi.

Talsverðar raskanir verða á allri þjónustu í kringum nýtt ár og gott er að taka það með í reikninginn þegar verið er að panta frá Kína á þessum tíma. Flest flutninga- og/eða akstursfyrirtæki loka frá 24. janúar, jafnvel fyrr og verksmiðjur loka flestar frá 21. janúar. Lokanirnar eru svo í gildi fram yfir mánaðamótin.

Xīnnián hǎo (Gleðilegt ár)

Til baka í yfirlit