Le Lapérouse gefið nafn

12.07.2018
Le Lapérouse gefið nafn - Mynd

Nýjasta skipi í flota lúxus-útgerðarfélagsins Ponant var formlega gefið nafn í Hafnafjarðarhöfn þann 10. júlí. Skipið fékk nafnið Le Lapérouse og fékk af því tilefni flösku af Veuve Clicquot í skrokkinn. Sekkjapípusveit franska sjóhersins (Bagad de Lann-Bihoué) lék við nafngiftina auk þess sem framkvæmdastjóri Ponant, Jean Emmanuel Sauvée, sagði nokkur orð.

Gára hefur átt gott samstarf við Ponant í áraraðir og þjónustað skip þeirra sem hingað koma. Le Lapérouse er fyrsta skipið í röð fjögurra skipa af sömu gerð sem Ponant hefur tilkynnt að verði smíðuð á næstu árum.

Til baka í yfirlit