Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen 2016

07.09.2016
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen 2016 - Mynd

Á þriðja tug hlaupara tóku þátt í fimmta Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-ZIMSEN Í Grímsey þann 3. september og hafa nú vel á annað hundrað manns tekið þátt frá því að fyrsta hlaupið fór fram haustið 2012. Hlaupið hefur áunnið sér fastan sess og þeir sem hafa tekið þátt undangengin ár eru einróma um að það sé með skemmtilegri almenningshlaupum á Íslandi.

Boðið var upp á tvær vegalengdir, 1 hring sem er um 11.5 kílómetrar og 2 hringi sem eru rétt um 23 km. Sérstaka athygli vakti vaskleg frammistaða hins 15 ára Egils Bjarna Gíslasonar úr Hlaupafélaginu Kára en hann kom fyrstur í mark eftir tvo hringi á aðeins einni klukkustund og 43 mínútum sem er glæsilegur tími.

Hluti keppenda kom með flugvél frá Norlandair og létu flugmennirnir Guðmundur Emilsson og Bjarni Helgason ekki sitt eftir liggja og skelltu sér einn hring.

Mynd: Magnús Bjarnason

Til baka í yfirlit