Ný þjónusta - TVG Travel

20.08.2018
Ný þjónusta - TVG Travel - Mynd

TVG Travel er nýjasta viðbótin við þjónustuframboð TVG-Zimsen en með tilkomu TVG Travel munum við styrkja enn frekar þá þjónustu sem TVG-Zimsen og dótturfélög veita skemmtiferðaskipum sem koma til Íslands.

Við fengum til liðs við okkur Liz Gammon sem hefur viðamikla reynslu af þessum vettvangi en hún var ráðin til að leiða TVG Travel.

Undirbúningur er á lokametrunum og erum við nú að ljúka hringferð um Ísland í leit að skemmtilegum og áhugaverðum stöðum.
Fylgjast má með ferðalaginu okkar á Instagram-reikningi TVG Travel hér.

Til baka í yfirlit