Tilþrif á TVG-Zimsen mótinu í Kórnum

21.01.2019
Tilþrif á TVG-Zimsen mótinu í Kórnum - Mynd

TVG-Zimsen mótið í fótbolta var haldið í Kórnum nú um helgina en þar voru skráðar til leiks um 1000 stúlkur í 5. - 8. flokki. Mótið gekk mjög vel fyrir sig en það var HK-Víkingur sem sá um framkvæmd mótsins.

Það var frábært að fylgjast með fótboltastjörnum framtíðarinnar sýna sínar bestu hliðar á vellinum en þetta er í fyrsta sinn sem TVG-Zimsen kemur að heilu móti með þessum hætti.

Sjá má myndir frá mótinu á Facebook-síðu mótsins.

 

Mynd: Jóhann Jóhannsson

Til baka í yfirlit