TVG-Zimsen bakhjarl Listahátíðar í Reykjavík 2018

13.12.2017
TVG-Zimsen bakhjarl Listahátíðar í Reykjavík 2018 - Mynd

TVG-Zimsen verður einn af bakhjörlum Listahátíðar í Reykjavík árið 2018 en samningur þess efnis var undirritaður í vikunni. TVG-Zimsen mun sjá um flutningstengda þjónustu gagnvart hátíðinni en verkefnin eru fjölbreytt og koma víða að úr heiminum.

Þetta er í fimmta sinn sem TVG-Zimsen og Listahátíð í Reykjavík eru í samstarfi en hátíðin er nú haldin annað hvert ár.

Við erum mjög stolt af samstarfi okkar við Listahátíð og hlökkum til hátíðarinnar í sumar.

Til baka í yfirlit