TVG-Zimsen flytur bóluefni með hraði

15.03.2019
TVG-Zimsen flytur bóluefni með hraði - Mynd

Í ljósi mislingatilfella sem greinst hafa hér á landi á undanförnum dögum var strax ráðist í víðtækar bólusetningar um allt land og brýn þörf var á innflutningi á fleiri skömmtum.

PharmaHealth, lyfjaflutningadeild TVG-Zimsen, tók þátt í að flytja tvær sendingar af bóluefni með hraði, 3.000 skammta frá Danmörku og 10.000 skammta frá Svíþjóð. Í tilfellum sem þessum þarf að fylgja ströngum reglum og gæta þarf ítrustu varúðar. Hitastig þarf að vera rétt alla leið og flytja þarf lyfin á sem allra skemmstum tíma.

Sérfræðingar okkar hjá PharmaHealth komu mjög faglega að þessu verkefni og bóluefnið kom til landsins á mettíma.

Meðfylgjandi mynd sýnir þegar verið var að afhenda bóluefnið í sérútbúnum lyfjakassa.

Til baka í yfirlit