TVG-Zimsen og Iceland Airwaves

13.11.2017
TVG-Zimsen og Iceland Airwaves - Mynd

Iceland Airwaves hátíðin var haldin dagana 1.-5. nóvember sl. en TVG-Zimsen er stoltur styrktaraðili hátíðarinnar. Við höfðum í nógu að snúast sem opinber flutningsaðili þessarar frábæru tónlistarhátíðar en verkefnin voru margvísleg.

Við fluttum búnað fyrir skipuleggjendur og listamenn til landsins sem í mörgum tilfellum fór svo út aftur eftir hátíðina. Auk þess sáum við um flutninga innanlands, bæði innan höfuðborgarinnar, þar sem tónleikastaðir voru fjölmargir, en einnig til Akureyrar, þar sem hátíðin var haldin í fyrsta sinn utan Reykjavíkur.

Í Iðnó við Reykjavíkurtjörn mátti svo finna TVG-Zimsen Lounge (e. Rauða herbergið) þar sem fólk gat lagt frá sér drykk og spjallað saman undir frábærri tónlist þeirra listamanna sem fram komu í Iðnó.

Mikil ánægja er með þetta nýja samstarf og hlökkum við til þess að takast á við fleiri verkefni með Iceland Airwaves.

Til baka í yfirlit