TVG-Zimsen og Sónar Reykjavík

20.03.2018
TVG-Zimsen og Sónar Reykjavík - Mynd

TVG-Zimsen var einn af styrktaraðilum Sónar Reykjavík í ár og var svokallaður „logistic supporter“. Hátíðin var haldin í Hörpu 16.-17. mars og má segja að húsinu hafi verið breytt í næturklúbb yfir þessa tvo daga þar sem danstónlistin réð ríkjum.

Dagskrá hátíðarinnar var hin glæsilegasta sem fyrr en fjöldi tónlistarmanna, íslenskra og erlendra, kom fram á hátíðinni sem fagnaði 25 ára afmæli í ár. Meðal þeirra flytjenda sem fram komu voru Danny Brown, TOKiMONSTA, GusGus, Lindström, Vök, Högni, Nadia Rose, Kiasmos, Denis Sulta að ógleymdum Underworld sem eru risar í heimi danstónlistarinnar.

TVG-Zimsen sá meðal annars um að flytja Underworld til og frá landinu en þeim fylgdi ýmis konar búnaður til að gera tónleikana sem glæsilegasta fyrir bæði augu og eyru.

Mynd af Facebook-síðu Sónar Reykjavík: @ivareythorsson

Til baka í yfirlit