TVG-Zimsen opinber flutningsaðili Icefish 2017

28.08.2017
TVG-Zimsen opinber flutningsaðili Icefish 2017 - Mynd

Íslenska sjávarútvegssýningin, Icefish, verður haldin í tólfta sinn í Smáranum í Kópavogi dagana 13.-15. september nk. TVG-Zimsen verður nú opinber flutningsaðili sýningarinnar í þriðja sinn og veitir sýnendum og skipuleggjendum alla flutningstengda þjónustu. Auk inn- og útflutnings á vörum og básum Mun TVG-Zimsen líka sjá um tollafgreiðslu, flutning til og frá sýningarsvæðinu og jafnvel uppsetningu og samantekt sýningabása.

Icefish sýningin hefur stækkað ár frá ári og er nú hin glæsilegasta þar sem gestir frá öllum heimshornum skiptast á þekkingu sem viðkemur öllum kimum sjávarútvegsins.
TVG-Zimsen er stoltur styrktaraðili Icefish.

Til baka í yfirlit