TVG-Zimsen tekur þátt í WOW Cyclothon

25.06.2018
TVG-Zimsen tekur þátt í WOW Cyclothon - Mynd
WOW Cyclothon verður haldið í sjöunda sinn 26.-30. júní. Hjólað verður hringinn í kringum landið, 1358 km leið, bæði í einstaklings- og liðakeppni.

TVG-Zimsen mun styrkja tvö lið í keppninni í ár þar sem keppendur munu hjóla undir merkjum TVG-Zimsen og TVG Xpress. Auk þess munu nokkrir starfsmenn TVG-Zimsen hjóla í sameiginlegu liði Eimskips og TVG-Zimsen.

Við munum fylgja liðunum eftir í keppninni sem best við getum á samfélagsmiðlum okkar og óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.

Mynd af www.lovin.ie/travel-food/dying-to-visit-iceland-get-involved-in-the-wow-cyclothon
 
Til baka í yfirlit