Vel heppnuð bjórhátíð

26.02.2018
Vel heppnuð bjórhátíð - Mynd

The Annual Icelandic Beer Festival var haldið síðastliðna helgi (22.-24. febrúar) á KEX Hostel en TVG-Zimsen var einn af styrktaraðilum hátíðarinnar.

Bjórhátíðin var nú haldin í sjöunda sinn en þar komu saman meira en 50 brugghús hvaðanæva að úr heiminum og voru bjórtegundirnar yfir 300.

Ýmislegt skemmtilegt var í gangi í tengslum við hátíðina og bauð TVG-Zimsen meðal annars upp á rakstur í rakarastól KEX.

Til baka í yfirlit