TVG-Zimsen býður upp á sjófrakt fyrir inn- og útflutning og nýtir sér net samstarfsaðila svo for- og áframflutningur er í boði um allan heim.

Innflutningur

Sjódeild TVG-Zimsen býður viðskiptavinum sínum upp á vikulegar siglingar frá Evrópu og Norður Ameríku.

Við getum boðið eftirfarandi lestunarhafnir í beinum siglingum til Íslands:

Evrópa

Rotterdam, Holland

- Bremerhaven, Þýskaland

- Immingham, England

- Aarhus, Danmörk

- Helsingborg, Svíþjóð

- Fredrikstad, Noregur

- Gdynia, Pólland

- Þórshöfn, Færeyjar

Norður Ameríka

- Portland, Maine

- Halifax, Kanada

- Argentia, Nýfundnaland

- St. Anthony, Nýfundnaland

Auk þess eigum við góða samstarfsaðila í Mið-Austurlöndum sem og í Austurlöndum fjær.

Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 5 600 777 eða á netfang þjónustudeildar og við finnum þær lausnir sem henta þér best.

CMA-CGM heilgámaþjónusta

CMA-CGM er eitt stærsta og öflugasta skipafélag í heimi. TVG-Zimsen er umboðsaðili fyrir CMA-CGM á Íslandi og því getum við boðið alhliða heilgámalausnir um allan heim með hagkvæmum og öruggum hætti:

  • Innflutningur
  • Útflutningur
  • Crosstrade (flutningur utan Íslands)

Með góðu samstarfi tryggjum við pláss í skipum og lausa gáma í lestunarhöfnum um víða veröld.

Viðskiptavinir TVG-Zimsen geta því ávallt treyst á skjóta og örugga flutninga á vörum til og frá Asíu, Afríku, Ástralíu, Kanada, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku.

Hafðu samband við sölumenn okkar fyrir CMA-CGM heilgáma og saman finnum við réttu lausnina.

Smelltu hér ef þú vilt rekja CMA-CGM gám.

Útflutningur

Þjónustufulltrúar okkar í útflutningsdeild sjá um að sækja vöru til útflutnings, frágang skjala, bókanir, endursendingar og umhleðslusendingar (transit), auk þess að veita með ánægju ráðgjöf um hvers kyns útflutning, í flugi, á sjó og á landi.

Þjónustufulltrúar okkar finna út hagkvæmustu flutningsleiðina fyrir vöruna þína og gera tilboð í flutning samkvæmt því.

Hafðu samband við okkur í síma 5 600 943 eða sendu fyrirspurn á netfang útflutningsdeildar.