TOLLMIÐLARASKILMÁLAR
Tollmiðlaraskilmálar TVG-Zimsen fjalla um réttarsamband TVG-Zimsen og viðskiptavina félagsins þegar TVG-Zimsen tekur að sér tollafgreiðslu fyrir þeirra hönd sem tollmiðlari.  Skilmálar þessir skulu gilda um öll verk og alla þjónustu sem TVG-Zimsen tekur að sér sem tollmiðlari.
 
ALMENNIR SKILMÁLAR TVG-ZIMSEN
Almennir þjónustuskilmálar TVG-Zimsen fjalla um réttarsamband TVG-Zimsen og viðskiptamanna félagsins. Skilmálarnir hafa að geyma reglur um skyldur, réttindi, ábyrgð og takmörkun á ábyrgð TVG-Zimsen og skulu gilda um öll verk og alla þjónustu sem TVG-Zimsen tekur að sér fyrir viðskiptamenn sína, eftir því sem við á.
 
FLUTNINGSSKILMÁLAR
Þegar TVG-Zimsen tekur að sér flutning sem farmflytjandi gilda eftirfarandi flutningsskilmálar um flutninginn:
 
FLUTNINGSTRYGGINGAR
TVG-Zimsen tryggir vöruna að ákveðnu CIF-verðmæti, samkvæmt A-skilmálum tryggingafélags. Ábyrgð flutningsaðila er jafnan mjög takmörkuð og því er flutningstrygging nauðsynleg til að mæta hugsanlegu tjóni á vörunni á leið í réttar hendur.
 
ALÞJÓÐLEGIR VIÐSKIPTASKILMÁLAR
Leiðbeiningar við val alþjóðlegra viðskiptaskilmála og stutt lýsing helstu söluskilmála, svo sem FOB, CIF o.s.frv.
 
TÖLVUPÓSTSSKILMÁLAR
Um þjónustu og verk sem TVG-Zimsen tekur að sér gilda eftir atvikum flutningsskilmálar félagsins, Almennir skilmálar TVG-Zimsen eða aðrir skilmálar sem þá er vísað til sérstaklega hverju sinni.
Vinsamlegast athugið að tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál.
Hafi viðtakandi fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti og viðhengjum hans biðjum við hann um að tilkynna okkur það tafarlaust og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki kynna ykkur efni þeirra né afrita þau né notfæra á nokkurn hátt heldur eyða þeim.
Vinsamlegast athugið einnig að efni tölvupóstsins og viðhengja er alfarið á ábyrgð þess einstaklings sem sendir þau ef þau tengjast ekki starfsemi TVG-Zimsen.
 
PERSÓNUVERNDARSTEFNA
Hér má finna upplýsingar um persónuverndarstefnu TVG-Zimsen.
 
eFRAKT SKILMÁLAR
Hér má finna skilmála fyrir eFrakt - þjónustuvef TVG-Zimsen.