Bílafloti TVG

Akstursdeild TVG-Zimsen stýrir öllum akstri fyrir viðskiptavini með eigin bílaflota á höfuðborgarsvæðinu.

Í samstarfi við Flytjanda bjóðum við upp á öflugasta þjónustunetið í flutningum á Íslandi til um 80 áfangastaða um land allt.

TVG-Zimsen leggur áherslu á að tryggja viðskiptavinum sínum hagstæða og örugga flutninga til og frá lestunarstað hvar á landinu sem er.

Óskir þú eftir að bóka flutning eða fá tilboð skaltu senda fyrirspurn á netfang akstursdeildar og við komum sendingunni á áfangastað.