Lyfjaflutningar

PharmaHealth er þjónusta TVG-Zimsen sem hönnuð hefur verið út frá evrópskum leiðbeiningum um góða starfshætti í lyfjadreifingu (GDP).

Hvort sem um er að ræða flug- eða sjóflutning, akstur eða hýsingu þá er hægt að treysta því að lyf og önnur heilsutengd vara er í góðum höndum hjá TVG-Zimsen.

Sérþjálfað starfsfólk heima og erlendis ásamt úrvals-samstarfsaðilum sjá til þess að flutningskeðjan haldist órofin og innan áskilins gæðaramma:

  • Hitastýring 
  • Sérþjálfað starfsfólk
  • Valdir samstarfsaðilar
  • Rekjanleiki
  • Sérútbúnir gámar og flutningabílar
  • Vöruhús með lyfjaheildsöluleyfi

Með því að nýta sér PharmaHealth þjónustu er hægt að lágmarka hættuna á frávikum í flutningum og þannig takmarka hættu á vöruskorti og öðrum óþægindum.

Allar heilsutengdar vörur eru í góðum höndum PharmaHealth!

Nánari upplýsingar um PharmaHealth má nálgast í gegnum þjónustusíma TVG-Zimsen 5 600 777 og netfang PharmaHealth