Umboðsþjónusta fyrir skip

Boðið er upp á yfirgripsmikla umboðsþjónustu fyrir alla skipaeigendur og rekstraraðila áætlunarskipa. Þjónustan felst í hafnarþjónustu sem veitt er skipum af ýmsu tagi, allt frá skemmtiferðaskipum til fiskiskipa.

Hafnarþjónustan felst í þjónustu við skip við afgreiðslu þeirra í eða úr höfn, þ. á m. samskipti við tollayfirvöld, Útlendingastofnun og aðrar stofnanir ásamt umsjón með þjónustu af ýmsu tagi, s.s. kosti, eldsneyti, vatni, úrgangslosun, viðgerðum, áhafnarskiptum, læknisþjónustu o.s.frv.
Við þjónum öllum gerðum skipa, s.s. gámaskipum, flutningaskipum, herskipum, rannsóknarskipum og skemmtiferðaskipum.

Dótturfyrirtæki TVG-Zimsen, Gára ehf, sér um framkvæmd umboðsþjónustunnar fyrir hönd TVG-Zimsen.

North Atlandic Agency, sinnir umboðsþjónustu fyrir Norður-Atlantshaf sem spannar svæði frá Skotlandi að ströndum Kanada.

Sjá nánar á naa.is.

 

Vörusala fyrir útgerðir

Á síðastliðnum árum hefur umferð skemmtiferðaskipa til Íslands aukist verulega. Flavour of Iceland er samstarfsverkefni TVG-Zimsen og Ekrunar um kynningu á íslenskum matar- og drykkjarvörum fyrir skemmtiferðaskip. TVG-Zimsen bíður viðskiptavinum upp á að versla íslensk matvæli í gegnum Flavour of Iceland ásamt hefðbundnum kosti og annars konar vörum.

Sjá nánar á flavouroficeland.is

 

Flutningalausnir fyrir útgerðir

Beintenging umboðsþjónustu við flutningakerfi TVG-Zimsen gerir það að verkum að afgreiðsla sendinga um borð í skip verða eins og best verður á kosið.