Áralöng reynsla

TVG-Zimsen hefur áralanga reynslu af flutningsmiðlun um allan heim fyrir kvikmynda- og skemmtanaiðnaðinn. Við vitum hvað þarf til að koma áríðandi sendingum til skila og gerum okkur grein fyrir því að tíminn skiptir máli.

Starfsfólk okkar mætir á staðinn öllum stundum og þannig tryggjum við gæði þjónustunnar fyrir viðskiptavini okkar.

Kvikmyndir / auglýsingar

Þegar verið er að skipuleggja stór verkefni eða gerð auglýsinga á Íslandi með stífum fjárhagsramma er TVG-Zimsen rétta fyrirtækið til að annast flutningana.

Hvert verkefni er einstakt og hver viðskiptavinur þarf sína klæðskerasniðnu lausn sem uppfyllir hans þarfir. Við starfrækjum nokkur net alþjóðlegra fulltrúa sem geta afhent hvað sem er, hvar sem er í heiminum, á réttum tíma.

Með innanhússtollmiðlun okkar getum við annast öll tollamál, þar á meðal ATA-Carnet skírteini (fyrir tímabundinn inn- og útflutning) og tímabundnar innflutnings-tryggingar.

Við getum líka aðstoðað við að fá innflutningsleyfi fyrir hluti sem takmarkanir gilda um, t.d. eldfim efni, feldi og lifandi plöntur.

Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af þjónustu við kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi.

Fyrir utan fjölda auglýsinga og gerð sjónvarpsefnis hefur starfsfólk okkar stýrt flutningi fyrir fjölda stórra verkefna. Mikil leynd hvílir yfir verkefnum og krafist er trúnaðar.

 

​Tónleikar

Þegar tónleikar eða aðrir viðburðir eru skipulagðir er afhending á réttum tíma algjört grundvallaratriði. Við tryggjum að starfsfólk sé á staðnum við komu, tollafgreiðslu og afhendingu á vettvangi.

Við vinnum náið með samstarfsaðilum um allan heim en þannig getur TVG-Zimsen fundið klæðskerasniðna lausn sem fer fram úr þínum björtustu væntingum.​

Nánari upplýsingar um viðburðaflutninga má fá í síma 5 600 700 eða í gegnum netfang viðburðaflutninga.