Tryggingar og Tjón
TVG-Zimsen selur farmtryggingar í umboði Sjóvá.
Nánari upplýsingar hjá viðskiptamannaþjónustu TVG-Zimsen í síma 5 600 700
Hér á eftir fara leiðbeiningar um það hvernig á að bera sig að verði tjón á vörusendingu sem flutt er á vegum TVG-Zimsen til landsins:
- Tjón verður að tilkynna innan þriggja daga frá móttöku vöru.
- Gögn sem þarf að leggja fram til TVG-Zimsen:
- Senda þarf skriflega tjónakröfu til TVG-Zimsen, þ.e. stutta lýsingu á tjóni (láta ljósmynd fylgja ef hægt er) og upphæð tjónakröfu.
- Farmbréf og flutningstilkynning þarf að fylgja kröfu.
- Erlendur vörureikningur. Ef hluti sendingar hefur skemmst þarf að merkja við á reikningi hvaða hluti það er.
- Ef upphæð vörureiknings, tryggingariðgjalds og flutningsgjalds (CIF-verðmæti) er samtals 1.000.000 ISK eða hærri er sendingin ekki tryggð umfram þá upphæð. Eigin áhætta er 30.000 ISK í hverju tjóni. Ef flutningsgjald er greitt erlendis (prepaid) er sendingin EKKI tryggð í gegnum TVG-Zimsen, nema um annað hafi verið samið. Sjá nánar í tryggingaskilmálum sem viðskiptamönnum er bent á að kynna sér vandlega.
Tjónakröfur vegna flug- og sjósendinga skal senda með tölvupósti á netfang tjónamála. Nánari upplýsingar fást í síma 5 600 702.