Innflutningur

TVG-Zimsen býður upp á flugsendingar hvaðanæva að úr heiminum og samstarfsaðilar okkar eru sérvaldir til að tryggja hámarksþjónustu alla leið.

Hvort sem um er að ræða Kaupmannahöfn eða Lima þá býður TVG-Zimsen upp á lausnirnar.

Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 5 600 777 eða á netfang þjónustudeildar og við finnum þær lausnir sem henta þér best. 

Útflutningur

Þjónustufulltrúar okkar í útflutningsdeild sjá um að sækja vöru til útflutnings, frágang skjala, bókanir, endursendingar og umhleðslusendingar (transit), auk þess að veita með ánægju ráðgjöf um hvers kyns útflutning, í flugi, á sjó og á landi.

Þjónustufulltrúar okkar finna út hagkvæmustu flutningsleiðina fyrir vöruna þína og gera tilboð í flutning samkvæmt því.

Hafðu samband við okkur í síma 5 600 943 eða sendu fyrirspurn á netfang útflutningsdeildar.