Við gætum hagsmuna þinna

Neyðarþjónusta TVG-Zimsen er góð lausn þegar mikið liggur við að fá vörur sendar án tafar.

Í neyðartilfellum fer ákveðið ferli af stað til að tryggja að flutningstími verði sem stystur.

TVG-Zimsen býður upp á neyðarþjónustu fyrir alla sína viðskiptavini:

  • Einn tengiliður sér um sendinguna frá A-Ö
  • Track & trace alla leið
  • Fyrsti mögulegi kostur í flutningum valinn
  • Hvert sem er, hvaðan sem er í heiminum
  • Öll þjónusta er viðkemur tollayfirvöldum
  • Net samstarfsaðila erlendis sem bjóða upp á neyðarþjónustu

Neyðarþjónusta TVG-Zimsen er opin allan sólarhringinn alla daga ársins. Athugið á ekki við netverslunarþjónustu. 

Sími neyðarþjónustu TVG-Zimsen er 5 600 790 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang neyðarþjónustunnar