Við vöndum ávallt til verka

TVG-Zimsen sér um flutninga á listaverkum til og frá landinu.

Listaverkaflutningar eru vandasamir og krefjast þess að fyllsta öryggis sé gætt á öllum stigum flutningaferilsins enda oft og tíðum um gífurleg verðmæti að ræða.

Starfsemin er fólgin í að annast pökkun listaverka til flutnings samkvæmt ströngustu öryggisstöðlum, í rammgerða trékassa, bókun á flutningi, sérstakri tollmeðhöndlun og flutningi erlendis til móttakanda í samstarfi við viðurkennda erlenda listaverkaflutningsaðila.

Einnig er þessi sama þjónusta í boði vegna flutninga innanlands. Í langflestum tilfellum þarf að klæðskerasníða pakkningar, sérsmíða kassa og hafa tiltækt sérhæft pökkunarefni til að tryggja öryggi við flutning listaverkanna.

TVG-Zimsen stýrir einnig flutningum á erlendum listsýningum sem koma hingað til lands tímabundið, allt frá geymslum safna erlendis og inn á gólf sýnenda hér á landi. Til að gæta fyllsta öryggis eru flutningar eingöngu í samstarfi við viðurkennda aðila erlendis. Fylgst er með hverjum þætti í flutningsferlinu og náið samstarf og samvinna höfð við flutningsaðila hverju sinni.

TVG-Zimsen er með geymslu og pökkunarhús með fullkomnu öryggiskerfi.

Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 5 600 777 eða sendu fyrirspurn á netfang listaverkaflutninga.