Aukin þjónusta og meiri upplýsingar

Með því að nota eFRAKT geta viðskiptavinir okkar hjálpað sér sjálfir með flest það sem snýr að sendingum, reikningum og annarri tengdri þjónustu.

Það sem eFRAKT býður viðskiptavinum okkar:

  • Yfirlit og staða allra sendinga
  • Staða sendinga frá RTM og AAR allt frá bókun erlendis
  • Erlendir vörureikningar með sjósendingum frá RTM og AAR
  • Allir reikningar og tilkynningar TVG-Zimsen
  • Reikningsyfirlit og hreyfingalistar
  • Einföld beiðna- og fyrirspurnarform

Hér má finna umsókn um aðgang að eFRAKT
Hér er hlekkur á vefsíðu eFRAKT
Hér má finna leiðbeiningar um notkun eFRAKT 

 

Stöðug þróun

eFRAKT er í stöðugri þróun og við vinnum hörðum höndum að því að uppfæra vefinn og bjóða nýjar þjónustuleiðir. Við viljum endilega fá ábendingar um hugsanlegar viðbætur eða það sem betur mætti fara en þær má senda á netfangið efrakt@tvg.is.