Margra ára reynsla

Starfsfólk TVG-Zimsen er með margra ára reynslu í tollskjalagerð og tekur að sér alla þá þjónustu sem snýr að tollafgreiðslu vörusendinga til landsins. Boðið er upp á tollflokkun, gerð tollskýrslna, innlausn úr tolli og heimkeyrslu.

Fylgiskjöl sem þarf að leggja fram með tollskýrslu eru þessi helst:

  • Farmbréf „Original Bill of Lading“
  • Vörureikningur
  • Pökkunarlisti
  • Reikningur fyrir flutningsgjöld
  • EUR-skírteini eða EUR-áritun ef um er að ræða vöru frá EFTA eða ESB-löndum

Senda beiðni um tollskýrslugerð hér.
Senda beiðni um útflutningsskýrslu hér.

Hér að neðan getur þú opnað rafrænt umboð um skuldfærslu á aðflutningsgjöldum með rafrænum skilríkjum í síma eða kort.

Ef undirritað umboð er ekki fyrir hendi þarf að greiða aðflutningsgjöld fyrirfram.

Opna umboð fyrir skuldfærsluheimild