Við tengjum þig við netverslanir um allan heim
Pakkaþjónusta TVG-Zimsen á við um sendingar netverslana og/eða almennar sendingar í dreifingu víðsvegar um landið, hvort heldur sem er á landsbyggðinni með stærsta flutninganeti landsins eða innan höfuðborgarsvæðisins.
Hægt er að velja þá afhendingarmöguleika sem henta hverjum og einum. Við bjóðum upp á heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 16-22 á kvöldin en einnig er hægt að fá pakka afhenta í pakkabox eða á pakkastöðvum víðsvegar um land allt. Sá möguleiki býður upp á lengri opnunartíma og allt að sólarhringsopnun í pakkaboxum.
Hægt er að hafa samband við okkur í síma 560-0750 eða í tölvupósti netverslun@tvg.is.
Algengar spurningar
Er hlekkurinn gattin.pei.is öruggur (ekki SKAM)?
SMS sem kemur frá TVG-Zimsen og inniheldur greiðsluhlekk sem byrjar á gattin.pei.is, er öruggur og það er óhætt að opna hann.
Hvernig veit ég að hlekkurinn er fyrir mína sendingu?
Ef SMS-ið inniheldur sendingarnúmer frá TEMU og þú átt von á sendingu frá þeim, þá er þér óhætt að opna hlekkinn og ganga frá greiðslu.
Hvernig eru tollar og gjöld reiknuð?
TEMU sendir TVG-Zimsen upplýsingar um verðmæti og innihald pakkanna. Við reiknum 24% virðisaukaskatt út frá því verðmæti sem er greitt til Tollstjóra (Skatturinn) og einnig tollmeðferðargjald, sem er þjónusta á vegum TVG-Zimsen. Stundum sameinar TEMU margar sendingar og sendir þær til landsins, og þess vegna stemmir stundum ekki upphæðin sem þú greiðir til þeirra og verðmætið á pakkanum.
Sem dæmi: Þú greiðir fyrir tvær sendingar, önnur kostaði 5.000 ISK og hin kostaði 3.000 ISK. TEMU sameinar þær og verðmætið færist upp í 8.000 ISK, sem við reiknum tollinn út frá.
Sér TVG-Zimsen um allar TEMU sendingar til Íslands?
TVG-Zimsen hefur tekið við af Póstinum með TEMU sendingar til Íslands.
Má sækja sendinguna til TVG-Zimsen og greiða hana á staðnum með korti?
Því miður bjóðum við ekki upp á að koma til okkar og ganga frá greiðslu. Við höfum ekki aðstöðuna til þess.
Hvenær kemur sendingin?
Sendingar stoppa bæði á flugvelli erlendis og á Keflavíkurflugvelli. Ef áætlaður afhendingartími frá TEMU er útrunninn, þá er hægt að hringja í okkur í síma 560-0750 og við könnum stöðuna.
Hvar er sendingin mín, get ég rakið (e. tracking) hana?
TVG-Zimsen er ekki með eigin rakningarsíðu fyrir TEMU eða ASOS sendingar. TEMU sendir áætlaðan afhendingartíma og ef sá tími er útrunninn, þá má hringja í okkur í síma 560-0750 og við könnum stöðuna.
Hvað er sendingin lengi að berast eftir greiðslu?
Þegar greiðsla hefur borist, fer sendingin í ferli á afhendingarstað. Ef greiðsla berst um helgi eða á kvöldin, má gera ráð fyrir að ferlið hefjist næsta virka dag.
Ef greiðsla berst fyrir klukkan 12 á virkum degi og afhendingarstaður er á Höfuðborgarsvæðinu, má gera ráð fyrir að fá sendinguna samdægurs eða næsta virka dag.
Ef þú hefur valið pakkabox, færðu tvö SMS: eitt sem segir til um að sendingin þín sé á leiðinni og annað þegar þú mátt sækja sendinguna.
Ef sendingin á að berast út á land, má gera ráð fyrir nokkrum dögum aukalega. Á annatímum má gera ráð fyrir 1-2 aukadögum.
Hvað geri ég ef greiðsluhlekkurinn virkar ekki?
Ef greiðsluhlekkurinn frá Pei virkar ekki, getur það verið vegna álags. Prófaðu að bíða í 15-30 mínútur og reyna aftur. Ef hann virkar enn ekki, getur þú skráð þig inn með rafrænum skilríkjum á Pei.is og gengið þannig frá greiðslu. Ef það virkar ekki heldur, þá þarf að hringja í okkur í síma 560-0750 til að fá frekari aðstoð.
TEMU segir að sendingin sé tollafgreidd af hverju er TVG-Zimsen að tolla sendinguna aftur?
TVG-Zimsen tollafgreiðir sendinguna þegar hún kemur til Íslands og rukkar viðeigandi tollgjöld. Tollgjöldin eru ekki innifalin í sendingum frá TEMU, og þess vegna þarf að tollafgreiða hana við komu til landsins.