Vöruhótel - Sundahöfn
Sundahöfn í Reykjavík er stærsta vöruhöfn á Íslandi en þar er miðstöð vörumóttöku og vöruafgreiðslu TVG-Zimsen á höfuðborgarsvæðinu.
Í Vöruhótelinu ehf. er boðið upp á alhliða vöruhúsa- og birgðahaldsþjónustu og þar starfar fólk með sérþekkingu á flutningsmálum sem veitir með ánægju upplýsingar um allt sem snýr að flutningum.
Boðið er upp á hvers kyns birgðahaldsþjónustu, bæði fyrir almenna vöru og sérhæfðan varning. Um er að ræða bæði tollafgreidda vöru og vöru sem ekki hefur verið tollafgreidd.
Vöruhótelið annast geymsluþjónustu fyrir TVG-Zimsen á höfuðborgarsvæðinu en þar er viðskiptavinum boðið að geyma vörur við bestu skilyrði.
Í vöruhúsinu er hitastig um 14°C, sem er kjörhiti fyrir flestar tegundir þurrvöru. Auk þess er boðið upp á geymslu á kæli- og frystivöru og geymslu á vöktuðu og afgirtu útisvæði sé þess óskað.
Þjónustumiðstöð Vöruhótelsins er á Sundabakka 2, Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfang þjónustudeildar eða í síma 5 600 777 en einnig er hægt að fá upplýsingar hjá Vöruhótelinu í síma 5 122 100.