Frábær flutningur á Secret Solstice

20.06.2017
Frábær flutningur á Secret Solstice - Mynd

Tónlistarhátíðin Secret Solstice var haldin í fjórða sinn síðastliðna helgi í Laugardalnum í Reykjavík.

TVG-Zimsen sá um alla flutningstengda þjónustu við hátíðina sem var með glæsilegasta móti og skartaði fjölmörgum hljómsveitum, bæði innlendum og erlendum. Meðal þeirra erlendu listamanna sem komu fram voru Foo Fighters og The Prodigy en báðar sveitirnar hafa komið til landsins áður við góðar undirtektir.

Þar með er annarri af tveimur tónlistarhátíðum lokið sem TVG-Zimsen mun þjónusta á árinu en áður hefur komið fram að TVG-Zimsen muni einnig þjónusta Iceland Airwaves á sama máta.

Til baka í yfirlit