Göngum saman

12.05.2017
Göngum saman - Mynd

Á hverju ári stendur Göngum saman fyrir styrktargöngu þar sem gengið er um land allt og fé safnað til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini. Gangan er ekki aðeins í söfnunarskyni heldur einnig táknræn fyrir mikilvægi hreyfingar og heilsueflingar. Í ár fagna samtökin 10 ára afmæli og hafa ríflega 70 milljónir króna safnast frá stofnun þeirra.

Krabbamein kemur okkur öllum við og snertir ótrúlega marga, ekki bara sjúklingana sjálfa heldur einnig fjölskyldu, vini og vandamenn. Göngum saman leggur upp úr því að styrkja íslenskt vísindafólk til rannsókna á uppruna og eðli krabbameins svo hægt sé að feta brautina í átt að lækningu.

Göngum saman er alfarið rekið af sjálfboðaliðastarfi og styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum og er TVG-Zimsen stoltur styrktaraðili samtakanna.

Til baka í yfirlit