Nýr tengivagn tekinn í notkun

10.10.2018
Nýr tengivagn tekinn í notkun - Mynd

Fyrir skömmu var tekinn í notkun nýr tengivagn í bílaflota TVG-Zimsen. Nýi vagninn er 13m langur og getur tekið rúmlega 80 rúmmetra af farmi. Vagninn er útbúinn kælibúnaði sem getur geymt ferskvöru og annan farm í köldu rými.

„Umsvif okkar í akstrinum eru slík að við þurfum að geta verið við öllu búin. Það er því frábært að vera loksins komin með okkar eigin vagn sem getur flutt kælivörur. Þetta er mikilvæg viðbót við bílaflotann okkar og gerir okkur kleift að flytja vörur sem við höfum þurft að senda annað fram að þessu“, segir Anton I. Antonsson, akstursstjóri TVG-Zimsen.

Tengivagninn er annar tveggja tengivagna af þessari stærð sem eru í notkun hjá TVG-Zimsen en sá eini sem útbúinn er með kælibúnaði.

Til baka í yfirlit