Rammstein í Kórnum

15.06.2017
Rammstein í Kórnum - Mynd

Þýska hljómsveitin Rammstein hélt tónleika í Kórnum í Kópavogi 20. maí sl. en um var að ræða umfangsmestu tónleika sem haldnir hafa verið hér á landi þegar kemur að búnaði og sviðssetningu.

TVG-Zimsen sá um alla flutningstengda þjónustu við tónleikana en fluttir voru inn sextán 40 feta gámar með búnaði auk nokkurra flugsendinga til viðbótar. Allt þurfti þetta að vinnast á nákvæmri tímaáætlun þar sem hver klukkustund skipti máli. Þegar öllu var svo lokið þurfti að taka búnaðinn saman aftur og senda á næsta áfangastað.

Sérverkefnadeildin okkar átti mjög gott samstarf við alla aðila sem komu að þessu skemmtilega en krefjandi verkefni og hlökkum við mikið til þess að takast á við fleiri verkefni af svipuðum toga.

Mynd: Olaf Heine

Til baka í yfirlit