Safnsendingar frá Póllandi

18.04.2018
Safnsendingar frá Póllandi - Mynd

TVG-Zimsen hefur bætt við sig mikilvægum hlekk í þjónustuframboði sínu þar sem við höfum nú hafið safnsendingar frá Póllandi til Íslands. Verkefnið er unnið í samvinnu við pólsku flutningsmiðlunina SeaCargo Operations, sem hefur sterka tengingu við íslenskan markað og pólska samfélagið á Íslandi.

Nú geta viðskiptavinir okkar látið senda vörur í vöruhús í Gdynia þar sem þeim er safnað saman eftir þörfum og svo sendar í safngámi í beinum siglingum til Íslands. TVG-Zimsen býður öflugar forflutningalausnir innan Póllands til hafnar í Gdynia en siglingatími til Íslands eru 7 dagar.

Þetta er mjög spennandi viðbót við þjónustuna okkar í sjóflutningum og gefur viðskiptavinum okkar ný og spennandi tækifæri í siglingum frá meginlandi Evrópu.

Til að fá nánari upplýsingar um safngáma frá Póllandi vinsamlegast hafið samband við þjónustudeildina okkar á netfangið service@tvg.is eða í síma 5 600 777.

Til baka í yfirlit