Tímamót í gámaflutningum frá Kína

06.06.2017
Tímamót í gámaflutningum frá Kína - Mynd

Tíma­mót urðu í gáma­flutn­ing­um hér á landi í dag en þá kom til lands­ins 40 feta gám­ur á veg­um TVG-Zimsen sem farið hafði með lest alla leið frá Chengdu í Kína til Rotter­dam. Þaðan kom hann til Íslands með skipi sem kom til hafn­ar í Reykja­vík í gær.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá TVG-Zimsen.

„Þetta er fyrsti heil­gám­ur­inn sem flutt­ur er með lest frá Kína gegn­um Rotter­dam og til Íslands. Þessi lest­arteng­ing er nýj­ung fyr­ir flutn­inga­heim­inn og spar­ar um það bil helm­ing­inn af flutn­ings­tíma frá Asíu til Evr­ópu miðað við sjó­frakt, en er þó tölu­vert ódýr­ari en flug­frakt alla leið til Íslands,“ er haft eft­ir Raffa­ele Manna, yf­ir­manni umboðsmanna­kerf­is TVG-Zimsen.

Gám­ur­inn fór af stað frá Kína 12. maí og kom til Rotter­dam um mánaðamót­in.

„Gám­ur­inn var svo sett­ur í skip til Íslands fyr­ir viku þannig að hann var um þrjár vik­ur á leiðinni,“ seg­ir Manna.

Traust flutn­ings­leið
Lest­arteng­ing­in mun vera hluti af nýrri stefnu kín­verskra stjórn­valda til að tengj­ast stór­um hluta heims­ins bet­ur, í þeim til­gangi að efla viðskipti og sam­skipti og stuðla að meiri hag­vexti.

„Lest­arteng­ing­in er traust flutn­ings­leið einnig vegna þess að hefðbundnu flutn­inga­leiðir frá Kína geta verið óstöðugar. Til dæm­is ger­ist það reglu­lega að frakt­flug frá Kína til Evr­ópu er yf­ir­bókað og þá er annaðhvort að borga hærra flutn­ings­gjald, eða bíða eft­ir að pláss losni. Þá má einnig nefna að lest­ar­ferð frá Kína til Evr­ópu er um­hverf­i­s­vænni flutn­inga­máti en flug og skip,“ seg­ir Manna.

Þá bæt­ir hann við að TVG-Zimsen bjóði upp á lest­ar­sam­göng­ur milli Kína og Rotter­dam bæði fyr­ir heil­gáma og lausa­vöru.

„Þessi lausn er hluti af þeim metnaði TVG-Zimsen að bjóða fram­sækn­ar flutn­inga­lausn­ir fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki. Lest­in teng­ist öll­um helstu höfn­um í Kína, en við erum að vinna í að tengja þetta einnig við Hong Kong og Taív­an. Það má því með sanni segja að nú sé Kína enn nær Íslandi.“

Til baka í yfirlit