TVG Xpress fær þjónustuverðlaun

02.05.2018
TVG Xpress fær þjónustuverðlaun - Mynd

Fulltrúar TVG Xpress sóttu The SkyNet Global Conference 2018 sem haldin var í Barcelona síðastliðna helgi en á ráðstefnunni koma saman allir samstarfsaðilar SkyNet og bera saman bækur sínar.
TVG Xpress sýndi og sannaði mátt sinn á alþjóðavísu þegar fulltrúar okkar veittu viðtöku evrópsku þjónustuverðlaununum og fengu þar með titilinn Service Quality Champions fyrir Evrópu. Þetta er stórkostlegur árangur og ljóst að TVG Xpress er að koma gríðarlega sterkt til leiks í þetta alþjóðlega samstarf.

„Við leggjum mikið upp úr þjónustunni okkar og erum stöðugt að leita leiða til að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við okkar viðskiptavini,“ segir Sif Rós Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri TVG Xpress. „Þessi verðlaun eru kærkomin staðfesting þess að við erum á réttri leið þegar kemur að sambandi okkar við viðskiptavininn.“

Við munum að sjálfsögðu nota þessi verðlaun sem frekari hvatningu til góðra verka og hlökkum til að þjónusta okkar viðskiptavini áfram jafn vel og við höfum gert.

Til baka í yfirlit